Guðmundur Óli Gunnarsson

Guðmundur Óli Gunnarsson

Guðmundur Óli Gunnarsson lauk námi í hljómsveitarstjórn frá Utrechts Conservatorium auk þess að nema hjá Jorma Panula í Helsinki. Hann hefur verið aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands frá 1992 og var fastur stjórnandi Caput um 20 ára skeið. Auk þess hefur hann m.a. komið fram sem stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Kammersveitar Reykjavíkur. Guðmundur Óli hefur auk flutnings á hljómsveitarverkum sem spanna allt frá barokk til nútímaverka stjórnað frumflutningi á fjölda verka eftir bæði íslensk og erlend tónskáld. Þá hefur hann stjórnað ýmsum stærri söngverkum með hljómsveit á borð við sálumessur eftir Verdi, Mozart, Brahms og Fauré, Sköpun Haydns, Messías  eftir Haendel, Elía Mendelssohns, Carmina Burana eftir Orff, messur eftir Beethoven, Mozart og Schubert o.fl. Guðmundur Óli var ráðinn tónlistarstjóri Íslensku óperunnar 2013 og hefur sem stjórnandi starfað við uppsetningarnar á La Boheme,  Il Trovatore, Carmen, Ragnheiði og Don Carlo.  Meðal annarra ópera sem hann hefur stjórnað eru La Traviata, Brúðkaup Fígarós og Ástardrykkurinn.

Listræn stjórnun

 • Rakarinn frá Sevilla (2015)
  Hljómsveitarstjóri
 • Peter Grimes (2015)
  Kórstjóri
 • Don Carlo (2014)
  Hljómsveitarstjóri
 • Ragnheiður (2014)
  Aðstoðarhljómsveitarstjóri
 • Carmen (2013)
  Hljómsveitarstjóri
 • Il Trovatore (2012)
  Aðstoðarhljómsveitarstjóri
 • La Bohème (2012)
  Aðstoðarhljómsveitarstjóri