Gerrit Schuil

píanóleikar

Gerrit Schuil

Gerrit Schuil er fæddur í Hollandi. Hann nam við Tónlistarháskólann í Rotterdam og síðar í London og París. Árið 1978 tók Gerrit þátt í alþjóðlegu námskeiði fyrir hljómsveitarstjóra hjá rússneska hljómsveitarstjóranum Kirill Kondrashin og naut þess heiðurs að vera eini nemandi hans síðustu ár hans.

Gerrit hefur leikið á tónleikum víða um Evrópu, Bandaríkin og í Asíu, tekið þátt í hátíðum og unnið með fjölda söngvara og hljóðfæraleikara. Hann hefur einnig stjórnað mörgum evrópskum og amerískum hljómsveitum bæði á tónleikum og í óperuuppfærslum, m.a. hljómsveitum hollenska útvarpsins sem voru einnig hljómsveitir hollensku ríkisóperunnar.

Frá 1992 hefur Gerrit búið á Íslandi og verið leiðandi í tónlistarlífi þjóðarinnar bæði sem píanóleikari og stjórnandi m.a. Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Íslensku óperunnar. Þá hefur hann stýrt tónlistarhátíðum og leikið með mörgum af bestu tónlistarmönnum landsins á geisladiska. 

Verkefni hjá ÍÓ