Garðar Cortes

Garðar Cortes

Garðar Cortes hefur komið víða við í tónlistarlífi Íslendinga, m.a. stofnaði hann Söngskólann í Reykjavík og hefur verið skólastjóri hans frá upphafi. Hann stofnaði Íslensku óperuna og var óperustjóri fyrstu tvo áratugina. Þá hefur hann starfað sem óperusöngvari, kennari, kórstjóri og hljómsveitarstjóri og komið fram sem slíkur, innan lands og utan.

Garðar hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir frumkvæði sitt og störf að tónlistamálum, svo sem fyrstu Bjartsýnisverðlaun Bröste fyrir stofnun Íslensku óperunnar. Þá hefur hann verið sæmdur hinni íslensku fálkaorðu og hlotið Menningarverðlaun Visa.

Listræn stjórnun

 • Brúðkaup Fígarós (2004)
  Kórstjóri
 • Macbeth (2003)
  Kórstjóri
 • Rakarinn frá Sevilla (2002)
  Kórstjóri
 • Hollendingurinn fljúgandi (2002)
  Kórstjóri
 • Töfraflautan (2001)
  Kórstjóri
 • Leðurblakan (1999)
  Hljómsveitarstjóri