Felix Fradet - Faguy

Myndbandshönnuður

Felix Fradet - Faguy

Sem myndbandshönnuður og multimedia leikstjóri hefur Felix Fradet-Faguy skapað sjónræna umgjörð fyrir sviðslistir, tónlistarviðburði, arkitektaverkefni, stórar innsetningar og sýndarveruleikasýningar. 

Hann er innblásinn af kvikmyndum, teiknimyndum, arkitektúr og nýjust tækni og hefur unnið verkefni sem bæði eru mjög stór í sniðum sem og á minni skala.

Hann hannaði myndir ásamt Ex Machina og Robert Lepage fyrir Le Moulin a Images og var myndbandshönnuður í margrómaðri leikhúsuppfærslunni 877 sem hlaut Toronto leikhúsganrýnendaverðlaunin fyrir hönnun árið 2017. Felix vinnur mikið með Normal Studio í verkefnum sem hönnuður og margmiðlunarleikstjóri og meðal verkefna má nefna Toruk fyrir Cirque du Soleil sem byggt er á kvikmynd James Cameron Avatar og Cité Mémoire verkefnið sem er sýning byggð á sögu Montréal borgar.

Verkefni hjá ÍÓ