Daníel Bjarnason

Tónskáld / Hljómsveitarstjóri

Daníel Bjarnason

Daníel Bjarnason lauk burtfararprófi í píanóleik frá Tónlistarskóla FÍH vorið 2000. Sama ár hóf hann nám í tónsmíðum og hljómsveitarstjórn við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi í hvoru tveggja vorið 2003. Daníel stundaði framhaldsnám í hljómsveitarstjórn við Tónlistarháskólann í Freiburg í Þýskalandi frá 2004-2007 og lauk þaðan prófi með hæstu einkunn.

Daníel hefur unnið með og fengið verk sín flutt af fjölda hljómsveita og má þar m.a. nefna Los Angeles Philharmonic, New York Philharmonic, Toronto Symphony Orchestra, Melbourne Symphony Orchestra, BBC Scottish Symphony Orchestra, Residentie Orkest, Ulster Orchestra, Winnipeg Symphony Orchestra, Adelaide Symphony Orchestra, Britten Sinfonia og Sinfonietta Cracovia auk Hljómsveitar Íslensku óperunnar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Einnig hefur hann starfað með fjölmörgum stjórnendum svo sem Gustavo Dudamel, James Conlon, John Adams, André de Ridder, Ilan Volkov og Alexander Mickelthwate auk þess að eiga samstarf við ýmsar hljómsveitir á borð við Sigurrós, Hjaltalín og Efterklang. Daníel hefur einnig stjórnað sýningum Íslensku óperunnar á Ástardrykknum, Rigoletto, Töfraflautunni og La bohème.

Daníel hefur gefið út þrjár plötur hjá plötufyrirtækinu Bedroom Community, Processions (2010), Solaris (2012) og Over Light Earth (2013). Daníel hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna m.a. Íslensku tónlistarverðlaunin, Edduverðlaunin, Kraumsverðlaunin og styrk úr minningarsjóði Kristjáns Eldjárns.

http://danielbjarnason.net/

Verkefni hjá ÍÓ