Andri Björn Róbertsson

Bass-baritón

Andri Björn Róbertsson

Andri Björn Róbertsson, bass-barítón, söng í kórum Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar og lauk burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík 2010, þar sem kennari hans var Ólöf Kolbrún Harðardóttir og mastersnámi og óperudeild Royal Academy of Music í London. Eftir það stundaði hann nám við National Opera Studio í London og við Óperustúdíó Óperuhússins í Zürich.

Andri er HSBC verðlaunahafi Festival d‘Aix en Provence og var tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna sem Bjartasta vonin árið 2013 og hefur unnið til fjölda annarra verðlauna.

Andri hefur m.a. sungið við Royal Opera House Covent Garden, Opera North, Aldeburgh Music, Festival d‘Aix en Provence og Óperuhúsið í Zürich.

Óperuhlutverk Andra: Sarastró/Sprecher (Töfraflautan), Don Villotto (La vera costanza/Haydn), Herr Buff (Der Schauspieldirektor/Mozart), Gremin (Eugene Onegin/Tchaikovsky), Arthur (The Lighthouse/Maxwell Davies) Craftsman (The Commission/Elspeth Brooke), Barman/Hunter Gracchus/Policeman (Café Kafka/Francisco Coll), Bassi (Trauernacht/Bach), König (Gänsemagd/Schiphorst), Fígaró (Brúðkaup Fígarós), Cappadocier/Jude (Salome/Strauss), Pronin (Fälle/Strasnoy), Brabantischer Edle (Lohengrin/Wagner).

Óratoríur: Kantötur Bachs og Jóhannesarpassían, Messías (Handel), Harmoniemesse og Sköpunin (Haydn), Sálumessa og Krýningarmessa (Mozart), Messa di Gloria (Puccini) og L‘enfant et les sortileges (Ravel).

Andri hefur sótt meistaranámskeið m.a. hjá Dame Kiri Te Kanawa, Sir Thomas Allen og José Carreras, tók þátt í Solti Te Kanawa námskeiðinu árið 2009 og Samling námskeiðinu árið 2012.

Á næstu misserum mun Andri m.a. syngja hlutverk við Óperuhúsið í Zürich. English National Opera og Royal Opera House, Covent Garden.

Heimasíða Andra er www.andribjornrobertsson.co.uk

Verkefni hjá ÍÓ