Andri Björn Róbertsson

Bass-baritón

Andri Björn Róbertsson

Andri Björn Róbertsson, bass-barítón, söng í kórum Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar og lauk burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík 2010, þar sem kennari hans var Ólöf Kolbrún Harðardóttir og mastersnámi og óperudeild Royal Academy of Music í London. Eftir það stundaði hann nám við National Opera Studio í London og við Óperustúdíó Óperuhússins í Zürich.

Andri er HSBC verðlaunahafi Festival d‘Aix en Provence, var tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna sem Bjartasta vonin árið 2013, var Harewood listamaður English National Opera 2016-2018 og hefur unnið til fjölda annarra verðlauna.

Andri hefur m.a. sungið við Royal Opera House Covent Garden, Opera North, Aldeburgh Music, Festival d‘Aix en Provence, Óperuhúsið í Zürich, English National Opera, Staatsoper Hamburg, Opera de Lyon og Hollensku þjóðaóperuna í Amsterdam.

Óperuhlutverk Andra: Sarastró/Sprecher (Töfraflautan), Don Villotto (La vera costanza/Haydn), Herr Buff (Der Schauspieldirektor/Mozart), Gremin (Eugene Onegin/Tchaikovsky), Arthur (The Lighthouse/Maxwell Davies) Craftsman (The Commission/Elspeth Brooke), Barman/Hunter Gracchus/Policeman (Café Kafka/Francisco Coll), Bassi (Trauernacht/Bach), König (Gänsemagd/Schiphorst), Fígaró (Brúðkaup Fígarós), Cappadocier/Jude (Salome/Strauss), Pronin (Fälle/Strasnoy), Brabantischer Edle (Lohengrin/Wagner), Superintendent Budd (Albert Herring/Britten), Angelotti (Tosca/Puccini), Ceprano (Rigoletto/Verdi), Theseus (Midsummer Night’s Dream/Britten), Lord Krishna (Satyagraha/Glass), Pan/He/Priest (King Arthur/Purcell), Witness/Madman (Lessons in Love and Violence/Benjamin).

Óratoríur: Kantötur Bachs og Jóhannesarpassían, Messías (Handel), Harmoniemesse og Sköpunin (Haydn), Sálumessa og Krýningarmessa (Mozart), Messa di Gloria (Puccini) og L‘enfant et les sortileges (Ravel).

Á næstu misserum mun Andri m.a. syngja hlutverk Der Einäugige í Die Frau ohne Schatten við Hollensku þjóðaróperuna í Amsterdam.

Heimasíða Andra er www.andribjornrobertsson.co.uk

Verkefni hjá ÍÓ