Amy Lane

Aðstoðarleikstjóri

Amy Lane

Breski leikstjórinn og starfsmannastjóri  The Royal Opera í London, Amy Lane, er fædd í London og hóf feril sinn sem ungur söngvari hjá The Royal Opera, English National Opera, British Youth Opera og Opera Holland Park, auk þess sem hún var bakraddasöngkona fyrir Barry Manilow á Wembley Arena vellinum. Hún starfaði sem sýningarstjóri hjá The Royal Opera áður en hún hóf að leikstýra. 

Árið 2015 leikstýrið hún   Noyes Fludde fyrir the ACT partnership (Amiens, Compiègne og Cambridge). Hún hefur einnig leikstýrt War Horse in Concert og Bryn Terfel 50 (Royal Albert Hall), Tosca (2017 Eisteddfod, Wales Millennium Centre, Royal Liverpool Philharmonic Orchestra) Falstaff (með Bryn Terfel) og The Spirit of Christmas og Rudolph on Hope Street (RLPO). Hún hefur verið aðstoðarleikstjóri fyrir Brothers (Den Jyske Opera), The Great Gatsby (Semperoper Dresden) og The Merchant of Venice (Bregenz Festival, Polish National Opera og Welsh National Opera), auk þess sem hún hefur komið að enduruppsetningu á sýningum frá The Royal Opera - Don Giovanni (Liceu, Barcelona) and Król Roger (Opera Australia hjá Sydney Opera House).

Sem aðstoðarleikstjóri hefur Amy Lane unnið að fjölmörgum uppfærslum  og meðal sýninga eru OedipeCarmen and WozzeckParsifal (Royal Danish Opera), Tosca (Welsh National Opera), Into the Woods and Carousel (Théâtre du Châtelet, Paris), Andrea Chénier(Bregenz Festival), Mathis der Maler (Theater an der Wien), Otello (English National Opera).

Verkefni hjá ÍÓ