Štefan Kocán

Bassi

Stefan Kocan

Kocán fæddist í Trnava og stundaði söngnám í Listaháskólaum í Bratislava. Á námsárum sínum kom hann fram hjá Bratislava Chamber Opera House.  Hann hélt til framhaldsnáms til Vínarborgar þar sem hann lærði hjá Yevgeny Nestrenko við Tónlistarháskólann í Vín.  Hann var fastráðinn við óperuhúsið í Linz 2002-2006 og hjá Basel óperunni 2006-2008. Meðal hlutverka þar voru Osmin (Die Entführung aus dem Serail), Philip II (Don Carlo), Méphistophélès (Faust) og King (L’Amour des trois oranges). Önnur hlutverk söngvarans eru m.a.  Sparafucile (Rigoletto), Ferrando (Il trovatore), Ramfis (Aida), Gremin (Eugene Onegin) og Konchak (Prince Igor) hjá Metropolitan óperunni, Masetto (Don Giovanni), Banquo (Macbeth) og  Grand Inquisitor og Philip II (Don Carlo) á La Scala,  tiltilhlutverkið í samnefndri Mefistofele í Prague, Duke Bluebeard (Duke Bluebeard’s Castle) og Leporello (Don Giovanni) hjá Opera Vlaanderen,  Commendatore (Don Giovanni), Osmin og Zaccaria (Nabucco) hjá  Bavarian Opera, Masetto hjá Berlínar óperunni og Attila í samnefndri óperu hjá  Teatro Municipal, Santiago, Sarastro (Die Zauberflöte) í Köln og Banquo og Padre Guardiano (La forza del destino) hjá Vínaróperunni.  

Meðal tónleikadagskráa Kocáns má nefna  Requiem Mozarts, Dvořáks og  Verdis Requiems, Stabat materBiblíusöngva sem og Gyðingasöngva Dvoráks, 8 sinfóníu Mahlers og Söngva og dans dauðans eftir Mussorgsky. Hann kemur reglulega fram á tónleikum og á óperugalakvöldum í heimalandi sínu Tékklandi.

Verkefni hjá ÍÓ