Jólatónleikar Íslensku óperunnar 2020

24. desember 2020

Tónleikar

Kór Íslensku óperunnar hefur á liðnum árum haldið árlega jólatónleika á Þorláksmessu í Hörpuhorninu í Hörpu, en vegna heimsfaraldursins reynist það ekki mögulegt í ár. Þess vegna er brugðið á það ráð að senda tónleikana út á vefnum á aðfangadag og sýna svo í sjónvarpi á milli jóla og nýárs. Kór Íslensku óperunnar hefur hlotið frábæra dóma í óperuuppfærslum Íslensku óperunnar og unnið þar marga listræna sigra bæði í leik og söng. Stjórnandi kórsins er Magnús Ragnarsson. Efnisskrá tónleikana er sett saman af vel þekktum jólalögum úr ýmsum áttum sem færa okkur heim jólin með jólakveðju frá Íslensku óperunni til allra landsmanna.

Fleiri upptökur

Hrólfur og Bjarni Frímann

Söngskemmtun: Hrólfur Sæmundsson og Bjarni Frímann

Tónleikar
Stuart Skelton og Bjarni Frímann

Söngskemmtun: Stuart Skelton og Bjarni Frímann

Tónleikar
Anna Guðný Guðmundsdóttir og Kristinn Sigmundsson

Kúnstpása: Kristinn og Anna Guðný

Tónleikar