Kúnstpása - Lunch time concert

When 13. march 2018 at 12:15
Maggý

Á Kúnstpásunni 13.mars næstkomandi mun Margrét Hrafnsdóttir sópransöngkona flytja aríur eftir tónskáld á borð við Strauss, Wagner, Bizet og Handel. Með henni leikur Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari. Margrét lauk söngkennara- og einsöngvaradiplómi frá tónlistarháskólanum í Stuttgart undir handleiðslu Michiko Takanashi, Robert Hiller og Franzisco Araiza. Hún hefur haldið einsöngstónleika í Þýskalandi, Íslandi, Sviss og Ítalíu.      

Efnisskrá tónleikanna:

R. Strauss          “Es gibt ein Reich” – Aría Ariadne úr óperunni Ariadne auf Naxos                                              

U. Giordano      “La mamma morta” – Aría Maddalenu úr óperunni Andrea Chénier 

G. Bizet               Ouvre ton Coeur – Spænskt kvöldljóð         

G.F. Händel       “Piangeró la sorte mia” – Aría Kleópötru úr óperunni Giulio Cesare in Egitto

R. Wagner         “Dich theure Halle” – Aría Elísabetar úr óperunni Tannhäuser