About

Óperan Tökin hert, eða „The Turn of The Screw”, eftir Benjamin Britten (1913 -1976), verður frumsýnd í Íslensku óperunni í október nk. Texti óperunnar er eftir Myfanwy Piper byggður á smásögu Henry James sem kom út árið 1898. Óperan var frumsýnd í Feneyjum árið 1954 og hefur síðan þá verið sýnd reglulega í öllum helstu óperuhúsum í heimi, en þetta er í fyrsta skipti sem að Tökin hert  er sett upp hér á landi. Myndin hér til vinstri er af Britten.

Systkinin Miles og Flóra eru munaðarlaus og frændi þeirra og forráðamaður vill sem minnst af þeim vita. Börnin búa á sveitasetri hans, Bly, og hann ræður þangað unga kennslukonu til að hugsa um þau. Fyrir á sveitasetrinu er ráðskonan frú Grose, sem sér um heimilishaldið og er kennslukonunni innan handar. Áður en langt um líður fara dularfullir atburðir að gerast. Afturgöngur fyrrverandi kennslukonu barnanna, frk Jessel, og þjónsins Peter Quint eru á sveimi og reyna þau að ná börnunum á sitt vald, með hörmulegum afleiðingum.

Photos

  • Turn of the Screw
  • Turn of the Screw
  • Turn of the Screw

More productions

Tosca

2005

Die Zauberflöte

2001