The Magic Flute

by Wolfgang Amadeus Mozart
Premiere 22. october 2011

About

Composer Wolfgang Amadeus Mozart   Libretto Emanuel Schikaneder   Language Icelandic   Acts 2   Breaks 1

Fyrsta uppfærsla Íslensku óperunnar í nýjum húsakynnum sínum í tónlistarhúsinu Hörpu er sjálf Töfraflautan eftir W.A. Mozart.  Allt kapp er lagt á að að gera sýninguna sem glæsilegasta og taka nokkrir af fremstu söngvurum þjóðarinnar þátt í henni, í stærri sem smærri hlutverkum, undir stjórn Daníels Bjarnasonar, sem hefur vakið mikla athygli að undanförnu í hinum íslenska sem hinum alþjóðlega tónlistarheimi. Listrænir aðstandendur sýningarinnar, þau Ágústa Skúladóttir leikstjóri, Axel Hallkell Jóhannesson leikmyndahöfundur, Filippía Elísdóttir búningahönnuður, Páll Ragnarsson ljósahönnuður og  Bernd Ogrodnik brúðuhönnuður, ganga alla leið í að gera sýninguna sem ævintýralegasta úr garði, en verkið, sem er síðasta ópera undrabarnsins Mozarts og skrifuð nokkrum mánuðum fyrir andlát hans, var fyrst fært upp í alþýðuleikhúsi fyrir rúmum 200 árum og hefur heillað áheyrendur af öllum toga æ síðan. Hugmyndauðgi og gleði einkenna uppfærslu Íslensku óperunnar nú, þar sem hið ófyrirsjánlegasta getur gerst!

Í aðalhlutverkum eru þau Þóra Einarsdóttir, Finnur Bjarnason / Garðar Thór Cortes, Ágúst Ólafsson, Jóhann Smári Sævarsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir / Alda Ingibergsdóttir, Snorri Wium, Valgerður Guðnadóttir, Auður Gunnarsdóttir, Hulda Björk Garðarsdóttir, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, Kolbeinn Jón Ketilsson / Hlöðver Sigurðsson og Viðar Gunnarsson, auk þess sem 35 manna Kór Íslensku óperunnar tekur þátt í sýningunni ásamt 48 manna hljómsveit. Þá syngja Pétur Úlfarsson, 11 ára, Álfheiður Erla Guðmundsdóttir, 18 ára, Birta Dröfn Valsdóttir, 15 ára, Jasmín Kristjánsdóttir, 12 ára, og Ingibjörg Fríða Helgadóttir, 20 ára, hlutverk drengjanna þriggja, en tugir barna og ungmenna sungu fyrir í byrjun sumars til að spreyta sig á að fá að taka þátt í Töfraflautunni í Hörpu.

Við sögu í sýningunni koma prinsar og prinsessur, fuglafangarar og æðstuprestar, auk ýmissa annarra persóna jafnt úr dýraríkinu sem og ævintýrum, sem meistari Brúðuheima, Bernd Ogrodnik, sér um að vekja til lífs í Eldborg í Hörpu.

Eins og venja er til með þetta meistaraverk Mozarts er óperan flutt á móðurmáli viðkomandi lands, og var íslensk þýðing í höndum þeirra Þrándar Thoroddsen, Böðvars Guðmundssonar, Þorsteins Gylfasonar og Gunnsteins Ólafssonar, en Þorgeir Tryggvason hefur þýtt og aðlagað leiktextann sérstaklega að sýningunni nú.

Videos

Artistic directors

Music Director
Daníel Bjarnason
Stage Director
Ágústa Skúladóttir
Puppet Master
Bernd Ogrodnik
Costume Designer
Filippía Elísdóttir
Videographer
Henrik Linnet
Lighting Designer
Páll Ragnarsson

Staff

Répétiteur
Antonía Hevesi