About

Rakarinn frá Sevilla er ein af vinsælustu gamanóperum sögunnar. Sagt er að Rossini hafi samið Rakarann á mettíma, eða aðeins þrettán dögum í janúar árið 1816, lokaður inni í herbergi sínu órakaður á náttfötunum. Þegar óperan var frumsýnd í Róm 20. febrúar 1816 fór allt úrskeiðis sem farið gat. Sýningin var púuð niður og stöðvuð en strax á annarri sýningu voru viðtökurnar betri. Síðan má segja að Rakarinn hafi verið á óslitinni sigurför um heiminn og er nú ein mest sýnda ópera allra tíma. Söguefnið er í sjálfu sér einfalt, þótt framvinda atburða sé dálítið óvænt á köflum. Hinn ungi og efnaði greifi, Almaviva, leggur ást á Rosinu, en fjárhaldsmaður hennar, Bartolo, ætlar ekki að láta aðra hreppa hnossið. Með aðstoð Figaros rakara, hins óþreytandi allsherjarreddara, beitir Almaviva ýmsum brögðum til að ná fundum hinnar fögru Rosinu, sem er klókari en Bartolo gerir sér grein fyrir. Greifinn bregður sér í ýmis gervi og má á stundum litlu muna að illa fari. En allt fer þó vel að lokum.

Meðal flytjenda eru bráðungir söngvarar úr fyrsta hópnum sem fastráðinn hefur verið við Íslensku óperuna og glæsilegir fulltrúar útlagasveitar íslenskra óperusöngvara sem gert hefur garðinn frægan við erlend óperuhús, ásamt hinu ómissandi alþjóðlega ívafi. Í helstu hlutverkum eru söngvararnir Gunnar Guðbjörnsson og Þorbjörn Rúnarsson, sem skipta með sér hlutverki Almaviva greifa, Sesselja Kristjánsdóttir sem Rosina, Ólafur Kjartan Sigurðarson sem rakarinn Figaro, Davíð Ólafsson er Doktor Bartolo, Viðar Gunnarsson, Kristinn Sigmundsson, Jóhann Sigurðarson og Stanislav Shvets skipta með sér hlutverki Don Basilio, Hrólfur Sæmundsson er Fiorello og Signý Sæmundsdóttir fer með hlutverk Bertu. Hljómsveitarstjórinn, Helge Dorsch, er frá Þýskalandi og hefur stjórnað við óperuhús víða um heim. Leikstjórinn Ingólfur Níels Árnason, sem nam óperuleikstjórn á Ítalíu, þreytir nú frumraun sína á sviði Íslensku óperunnar. Daði Guðbjörnsson listmálari hannar leikmynd og aðstoðarleikmyndarhönnuður er Geir Óttarr Geirsson. Um búningahönnun sér Anna Björg Björnsdóttir og hönnuður lýsingar er Jóhann Bjarni Pálmason.

Artistic team

Conductor
Stage Director
Set Designer
Costume Designer
Lighting Designer
Assistant Set Decorator
Chorus Master
Concertmaster

More productions

Mannsröddin

The Human Voice

2017
Peter Grimes 03

Peter Grimes

2015