Il Trovatore

by Giuseppe Verdi
Premiere 20. october 2012

About

Composer Giuseppe Verdi   Libretto Salvadore Cammarano   Language Italian   Acts 4   Breaks 1

Óperan Il Trovatore eftir meistara Giuseppe Verdi er ópera sterkra tilfinninga – saga um ástir og hefnd. Tónlistin iðar að sama skapi af rómantík, fögrum laglínum og hrífandi aríum og kórum.

Nokkrir framúrskarandi listamenn á sviði tónlistar og leikhúss sameina krafta sína í þessari haustuppfærslu Íslensku óperunnar árið 2012. Í helstu hlutverkum eru Jóhann Friðgeir Valdimarsson í hlutverki Manrico, Hulda Björk Garðarsdóttir í hlutverki Leonoru, Alina Dubik og Elsa Waage sem skipta með sér hlutverki Azucenu, Viðar Gunnarsson syngur hlutverk Ferrando og hinn virti alþjóðlegi baritónsöngvari Anooshah Golesorkhi er í hlutverki Luna greifa.

Þá heldur bandaríski hljómsveitarstjórinn Carol Crawford um tónsprotann, og er þetta í fyrsta sinn sem kona er hljómsveitarstjóri í óperuuppfærslu hjá Íslensku óperunni. Leikstjóri er Halldór E. Laxness, leikmyndahönnuður er Gretar Reynisson og búninga hannar Þórunn María Jónsdóttir. Kór og hljómsveit Íslensku óperunnar taka ennfremur þátt í verkefninu.

Videos

The Anvil chorus - Act II, scene 1

Artistic directors

Music Director
Carol I. Crawford
Stage Director
Halldór E. Laxness
Set Designer
Gretar Reynisson
Costume Designer
Þórunn María Jónsdóttir
Lighting Designer
Björn Bergsteinn Guðmundsson
Assistant Conductor
Guðmundur Óli Gunnarsson