Le nozze di Figaro

by W.A. Mozart
Premiere 29. february 2004

About

Composer W.A. Mozart   Libretto Lorenzo da Ponte   Language Italian   Acts 4   Duration 180 minutes   Breaks 1
Stærsta verkefni Óperunnar á vormisseri 2004 er Brúðkaup Fígarós eftir Mozart, sem frumsýnt var 29. febrúar. Hljómsveitarstjóri er Christopher Fifield, aðstoðarhljómsveitarstjóri Kurt Kopecky og leikstjóri Ingólfur Níels Árnason. Leikmynd hanna þeir Geir Óttarr Geirsson og Þorvaldur Böðvar Jónsson, Hildur Hinriksdóttir hannar búninga og lýsingu hannar Egill Ingibergsson.

Fígaró, þjónn Almavíva greifa og Súsanna, þjónustustúlka greifafrúarinnar, ætla að ganga í hjónaband. Hinn kvensami greifi hefur mun meiri áhuga á Súsönnu en sinni eigin konu, greifynjunni, sem er döpur og langþreytt á framferði bónda síns. Í sameiningu leggja hún og þjónustufólkið gildru fyrir greifann þar sem hann verður sér ærlega til skammar og þarf að biðjast afsökunar á háttalagi sínu. Inn í söguna fléttast alls konar misskilningur og óvæntar uppljóstranir um aðrar sögupersónur, en allt endar að lokum í lukkunnar velstandi.

Sagan sem óperan byggist á hefur alvarlegan undirtón um samskipti herrastéttar við þegna sína og var henni illa tekið af ráðamönnum þegar hún kom út. Í óperunni er fyrst og fremst lögð áhersla á gamansemina og þessi skoplega fléttaða frásögn við undursamlega tónlist Mozarts hefur notið geysilegra vinsælda allar götur frá því að hún var frumsýnd í Vínarborg 1786. Brúðkaup Fígarós er meðal þeirra ópera sem mest eru sýndar í heiminum um þessar mundir. 

Artistic directors

Stage Director
Ingólfur Níels Árnason
Set Designer
Geir Óttarr Geirsson
Costume Designer
Hildur Hinriksdóttir
Lighting Designer
Egill Ingibergsson
Assistant Conductor
Kurt Kopecky
Concertmaster
Sigrún Eðvaldsdóttir
Chorus Master
Garðar Cortes