About

Sýningunni er frestað um óákveðinn tíma vegna samkomubanns.


Verkið Örlagaþræðir er samrunaverk þar sem söngur og dans renna saman í túlkun á ljóðum Mariu Stuart og Mathilde Wesendonck. 
Robert Schumann samdi tónlistina við ljóð Mariu en Richard Wagner við ljóð Mathilde. 
Umfjöllunarefni kvennanna eru ólík og lifðu þær á ólíkum tímum en þó er eitthvað sem þær eiga sameiginlegt. 
Báðar voru þær fullar af ástríðu og þrótti en örlaganorninrnar spunnu þeim ólík örlög. 
Hvorug náði að lifa í frelsi, báðar voru leiksoppar örlaganna. 
Maria var tekin af lífi eftir valdatafl og pólitískar tilfæringar og Mathilde varð að beygja sig undir væntingar samfélagsins og neita sér um eldheita ást Wagners.
Ljóðin verða túlkuð af þeim Auði Gunnarsdóttur sópransöngkonu og Láru Stefánsdóttur dansara. Á flygilinn leikur Snorri Sigfús Birgisson og um leikmynd og búninga sér Ásta Guðmundsdóttir.
Sviðsetning er í höndum Níelsar Th. Girerd.

More productions

Töfraflautan 2544

The Magic Flute

2011
Rakarinn frá Sevilla

The Barber of Seville

2015