Tilkynning frá Íslensku óperunni vegna samkomubanns

16. march 2020 | News and announcements

Eldborg

Helstu sviðslistastofnanir þjóðarinnar, þar á meðal Íslenska óperan taka þátt í samstilltum aðgerðum vegna Covid-19 veirunnar. Þar sem samkomubann hefur verið sett á þarf Íslenska óperan því miður að fresta Örlagaþráðum sem fyrirhugað var að sýna á þriðjudaginn 17.mars 2020.

Miðakaupendur eiga rétt á endurgreiðslu í miðasölu Hörpu.
Þeim er bent á að hafa samband á netfangið midasala@harpa.is.

Við munum láta vita þegar ný dagsetning verður ákveðin.

Kúnstpása sem fyrirhuguð var 31.mars frestast þar til á næsta starfsári.

Frekari breytingar verða kynntar í samræmi við útgefnar upplýsingar frá yfirvöldum.