Sögulegt samstarf: La Traviata sýnd aftur í nóvember

La traviata

Íslenska óperan mun endursýna óperuna La traviata í nóvember 2021 í Hörpu og Hofi í samstarfi við Menningarfélag Akureyrar og mun þetta verða í fyrsta sinn sem þessar stofnanir starfa saman og einnig verður þetta fyrsta óperusýningin í hinu frábæra tónlistarhúsi Hofi á Akureyri.

Óperan hætti fyrir fullu húsi í Hörpu eftir sex uppseldar sýningar árið 2019 og fékk hún einstakar viðtökur áhorfenda og frábæra dóma innanlands og erlendis og hefur verið leigð út til nokkurra erlendra óperuhúsa.

Það kemur í hlut Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands að annast hljóðfæraleik í sýningunni en hljómsveitin stendur að kvikmyndatónlistarverkefninu SinfoniaNord í Hofi. Þetta mun einnig vera í fyrsta sinn sem hljómsveitin tekur þátt í uppfærslu Íslensku óperunnar.

„Við hlökkum mikið til samstarfsins við Menningarfélag Akureyrar og að fá Sinfonia Nord til liðs við okkur í flutningi á þessari frábæru óperu sem margir telja þá fallegustu sem samin hefur verið. Einnig er það sérstakt ánægjuefni fyrir okkur að fá að sýna óperuna í Hofi sem er annað tveggja fullkomnustu tónlistarhúsa landsins ásamt Hörpu og rækta þannig hlutverk Íslensku óperunnar sem Ópera allra Íslendinga, “ segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóri.

„Ávinningurinn af þessu sögulega samstarfi er m.a. sá að íbúar Akureyrar og nágrannasveita munu geta notið óperusýningar sem hlotið hefur 5 stjörnu dóma og skartar mörgum af okkar bestu söngvurum á heimavelli. Einnig er það fagnaðarefni að samstarfið mun veita atvinnutónlistarmönnum á öllu landinu tækifæri til að taka þátt í sýningu í svo háum gæðaflokki m.a. í höfuðstað landsbyggðarinnar á Akureyri,“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.

Miðasala á sýningarnar er hafin og bjóðast miðar á forsölutilboði fyrstu 4 vikurnar.

Stuart Skelton og Bjarni Frímann
5. november 2020

Online concert: Stuart Skelton and Bjarni Frímann

Stuart Skelton tenor and Bjarni Frímann Bjarnason Music Director of the Icelandic Opera will perform an online concert on November 7th at 4 pm in Norðurljós, Harpa Concert Hall. Stuart …
Brothers
2. june 2020

Brothers on OperaVision until June 12th 2020

The Opera Brothers is available on OperaVision until June 12th 2020.www.operavision.eu