Miðasala hafin á sýningar Íslensku óperunnar 2018/2019

31. august 2018 | News and announcements

20182019

Það er ánægjulegt að geta nú boðið óperugestum að kaupa miða á uppfærslur vetrarins og þeir sem tryggja sér miða á báðar uppfærslur í einu fá miðana á betri kjörum með því að hafa samband við miðasölu í síma 5285050 eða með því að senda tölvupóst á midasala@harpa.is.  Miða á hvora sýningu fyrir sig má að vanda nálgast á www.opera.is eða á www.tix.is.

Óperan Hans og Gréta eftir Engelbert Humperdinck verður frumsýnd í Norðurljósum þann 25.nóvember 2018.

Hér er um að ræða ævintýralega óperu fyrir alla fjölskylduna með frábærum söngvurum af yngri kynslóðinni undir stjórn Bjarna Frímanns Bjarnasonar hljómsveitarstjóra og Þórunnar Sigþórsdóttur leikstjóra.

Nánar um uppfærsluna HANS OG GRÉTA

Óperan La traviata eftir Giuseppe Verdi verður frumsýnd í Eldborg þann 9.mars 2019. Þessi ópera Verdis er ein ástsælasta ópera sem samin hefur verið og er sagan byggð á hinni þekktu sögu Dumas Kamellíufrúnni. Glæsileg uppfærsla sem skartar okkar fremstu listamönnum á tónlistarsviðinu.

Nánar um uppfærsluna LA TRAVIATA