New season announcement: Humperdinck´s Hansel and Gretchen and Verdi´s La Traviata

3. may 2018 | News and announcements

Báðar sýningar

Starfsár Íslensku óperunnar 2018/2019.

Haustverkefni ÍÓ verður ævintýraóperan Hans og Gréta eftir Engelbert Humberdinck. Sýningin verður sett upp í Norðurljósum í Hörpu og er ætluð börnum og fjölskyldum þeirra. Frumsýning er 25.nóvember 2018 og verða sýningar fram í desember.

Með hlutverk Hans og Grétu fara ungar og upprennandi söngkonur; Arnheiður Eiríksdóttir og Jóna Kolbrúnardóttir, sem báðar eru að þreyta frumraun sýna hjá Íslensku óperunni. Í hlutverki foreldranna eru þau Oddur A. Jónsson og Hildigunnur Einarsdóttir. Nornina syngur Dóra Steinunn Ármannsdóttir og með hlutverk Óla Lokbrár fer Kristín Mantyla, sem einnig syngur nú í fyrsta sinn hlutverk hjá Íslensku óperunni. Að auki tekur Gradualekór Langholtskirkju þátt í uppfærslunni.

Hljómsveitarstjóri er tónlistarstjóri Íslensku óperunnar Bjarni Frímann Bjarnason. Leikstjóri sýningarinnar er Þórunn SigþórsdóttirEva Signý Berger hannar leikmynd og María Th. Ólafsdóttir búninga. Ljósahönnuður sýningarinnar er Jóhann Friðrik Ágústsson

Voruppfærslan verður hin ástsæla ópera La Traviata eftir Giuseppi Verdi sem verður frumsýnd í Eldborg þann 9.mars 2019. La Traviata hefur tvisvar verið sett upp áður, en uppfærslan er nr 87 í röðinni hjá Íslensku óperunni.

Hljómsveitarstjóri verður Bjarni Frímann Bjarnason og leikstjóri er hinn kanadíski Oriol Tomas sem þykir meðal áhugaverðari óperuleikastjórum af yngri kynslóðinni. Simon Guibault hannar leikmynd og búningar eru í höndum Félix Fradet-Faquy.  Hlutverkaskipan óperunnar verður tilkynnt síðar. 

Auk þessarra verkefna mun ÍÓ halda mánaðarlega tónleika í Kúnstpásunni, hádegistónleikaröð ÍÓ og halda áfram fræðslustarfi sínu á næsta starfsári.

Í Morgunblaðinu í dag má lesa viðtal við Steinunni Birnu Ragnarsdóttur óperustjóra þar sem hún segir ítarlega frá starfsárinu og áherslum í starfsemi Íslensku óperunnar.