Hansel and Gretel nominated for Children´s Choice Awards in Iceland

SÖGUR - Verðlaunahátíð barnanna

SÖGUR – verðlaunahátíð barnanna fer fram í sjónvarpssal RÚV sunnudaginn 2. júní n.k. og verður að sjálfsögðu sýnt í beinni útsendingu. Á þessum stórviðburði í anda Kids’ Choice Awards verðlauna íslensk börn allt það sem þeim finnst standa upp úr í menningarlífinu. Þetta er verðlaunahátíð eins og börn vilja sjá hana, fyndin og fjörug – og langar ræður eru stranglega bannaðar.

Verðlaun verða veitt fyrir tónlist, leiklist, sjónvarp og síðast en ekki síst barnabókmenntir. Krakkar á aldrinum 6-12 ára um allt land hafa kosið sitt uppáhald og þau ráða! Á hátíðinni verður einnig afhend Heiðursverðlaun Sagna og Bókmenntaverðlaun barnanna auk þess sem ungir rithöfundar, leikskáld og kvikmyndagerðarmenn hljóta verðlaun.

Uppfærsla Íslensku óperunnar, Hans og Gréta, er meðal tilnefndra verka en úrslitin verða sýnd í beinni útsendingu á RÚV. Að útsendingunni standa SÖGUR – samtök um barnamenningu í samstarfi við KrakkaRÚV, SÍUNG, Barnamenningarhátíð í Reykjavík, Reykjavík bókmenntaborg UNESCO, Borgarbókasafnið, Bókasöfn Íslands, Borgarleikhúsið, Leikfélag Akureyrar, Menntamálastofnun og Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur.


Brothers
2. june 2020

Brothers on OperaVision until June 12th 2020

The Opera Brothers is available on OperaVision until June 12th 2020.www.operavision.eu
Heima í Hörpu
27. march 2020

At home in Harpa - live concerts from Eldborg

Harpa, Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslenska óperan taka höndum saman og bjóða upp á lifandi tónlistarstreymi úr Eldborg klukkan 11 flesta morgna á meðan samkomubann varir. Leikar hefjast sunnudaginn 22. mars …