Wagner´s Valkyrie

4. may 2019 | News and announcements

Wagner uppfærsla

Í tilefni af stórafmælum Sinfóníuhljómsveitar Íslands (70 ára), Íslensku óperunnar (40 ára) og Listahátíðar í Reykjavík (50 ára) munu þessi flaggskip íslensks menningarlífs blása til sameiginlegrar afmælisveislu og setja upp óperu Wagners; Die Walküre vorið 2020. Uppfærslan er samstarfsverkefni þessarra aðila og verður flutt 27. og 29. maí 2020  í Eldborg.

Hljómsveitinni stjórnar Alexander Vedernikov sem í fyrra tók við stöðu aðalstjórnanda við Konunglegu dönsku óperuna í Kaupmannahöfn. Leikstjórinn, Julia Burbach, er fastráðin við Covent Garden í Lundúnum; vídeólistamaðurinn Tal Rosner hefur meðal annars unnið til BAFTA-verðlauna fyrir list sína, en hann hefur m.a. starfað við National Theatre í Lundúnum og Lincoln Center í New York.

Nokkrir heimsþekktir söngvarar fara með stærstu hlutverkin og má þar nefna Christopher Ventris sem syngur Siegmund , Claire Rutter sem syngur Sieglinde, Ólafur Kjartan Sigurðarson mun syngja hlutverk Wotan, Jamie Barton syngur hlutverk Fricku og Christine Goerke syngur Brünnhilde. 

Aðrar valkyrjur verða túlkaðar af íslenskum söngkonum:   Helmwige er Lilja Guðmundsdóttir, Gerhilde er  Sigrún Pálmadóttir, Ortlinde er Margrét Hrafnsdóttir, Waltraute er  Sigrídur Ósk Kristjánsdottir, Siegrune er  Agnes Thorsteins, Roβweiβe er  Nathalía Druzin Halldórsdóttir, Grimgerde er Hildigunnur Einarsdóttir, Schwertleite er Svanhildur Pálmadóttir.

Það þykir alltaf heyra til stórtíðinda þegar Wagner ópera er flutt á Íslandi en fyrsta ópera tónskáldsins sem flutt var á Íslandi var styttri útgafa af Niflungahringnum árið 1994 og síðan Hollendingurinn fljúgandi árið 2002 í fullri lengd. Báðar sýningarnar voru samstarfsverkefni Íslensku óperunnar, Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Listhátíðar í Reykjavík og Þjóðleikhússins þar sem óperurnar voru fluttar.