Íslenska óperan pantar nýja óperu eftir Daníel Bjarnason

2. september 2019 | News and announcements

Daníel

 

Íslenska óperan sendir frá sér þau gleðilegu tíðindi að stofnunin hefur pantað  næstu óperu eftir Daníel Bjarnasyni sem mun verða byggð á sögu Agnesar sem var tekin af lífi árið 1830 fyrir morðin á Illugastöðum. Textinn verður samin af Kanadamanninum Royce Vavrek sem er einn eftirsóttasti librettistinn sem völ er á í dag.

Fyrsta ópera tónskáldsins Brothers eftir Daníel Bjarnason hefur vakið verðskuldaða athygli alþjóðlega og fengið mörg virt verðlaun. Nú fyrir skömmu sló hún í gegn á Armel óperuhátíðinni í Budapest 2. júlí í uppfærslu Íslensku óperunnar þar sem gagnrýnandi hafði þau ummæli að óperan væri í hópi allra bestu óperuverka samtímans.

 „ það er mjög mikilvægt að Íslenska óperan eigi frumkvæði að því að nýjar íslenskar óperur séu samdar og fluttar ekki bara hérlendis heldur fái einnig alþjóðlegan sýnileika og við erum stolt af því að leggja okkar af mörkum með því að panta næstu óperu af Daníel Bjarnasyni sem er eitt okkar virtasta tónskáld og það er mikið tilhlökkunarefni að sviðsetja óperuna og deila með þjóðinni“ segir Steinunn Birna óperustjóri við þetta tilefni.