
Það styttist í að sviðsæfingar hefjist á haustsýningu Íslensku óperunnar - Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart sem frumsýnd verður þann 7. september n.k. í Þjóðleikhúsinu.
Þessa vikuna eru einsöngvararnir að æfa hlutverk sín með raddþjálfa (repetiteur) sem fer yfir tónlistina með hverjum fyrir sig áður en kemur að sviðsæfingum. Þær hefjast þriðjudaginn 6. ágúst á stóra sviði Þjóðleikhússins.