ÁLYKTUN FRÁ SAVÍST VEGNA COVID

Íslenska óperan

BRÝNT ER AÐ MENNINGAR- OG LISTALÍF LANDSINS KOMIST Í GANG Á NÝJAN LEIK

Það skiptir sköpum að koma menningarlífi í landinu í gang að nýju, eftir því sem næst algjöra stöðvun. Stjórnendur menningarstofnana hafa verið í nánu og reglulegu samtali við almannavarnir um hvernig bregðast megi við ástandinu hverju sinni. Menningarstofnanir landsins hafa kappkostað að nálgast málið af ábyrgð og fylgja ítrustu tilmælum yfirvalda í einu og öllu.

SAVÍST hvetur stjórnvöld til að leita leiða til að starfsemi lista- og menningarstofnana geti farið af stað á nýjan leik í þrepum á næstu vikum. Lagt er til að skoðað verði hvort unnt sé að nálgast menningarstarfsemi með sama hætti og gert hefur verið með íþróttahreyfinguna, þ.e. að heimila að listamenn geti hafið störf á sviði á svipaðan hátt og íþróttamönnum hefur verið gert kleift að hefja iðkun á íþróttavelli. Viljum við leita allra leiða til að geta hafið störf sem fyrst innan stofnananna, en þó alltaf í samræmi við tilmæli og skilyrði yfirvalda. Að sjálfsögðu vilja menningarstofnanir geta tekið á móti gestum eins fljótt og auðið er en mikilvægast er þó að æfingar og annar undirbúningur viðburða geti hafist hið fyrsta og farið fram með eins eðlilegum hætti og unnt er. Þar mætti horfa til þeirra tilslakana sem gerðar hafa verið fyrir ákveðna þætti atvinnulífsins, íþróttahreyfinguna og skóla.

Það er okkur kappsmál að standa vörð um menningu og listir, þann breiða hóp sem atvinnu hefur af listgreinum og alla landsmenn sem sækja andlega næringu í þann brunn. Heill okkar og hamingja er í húfi.

Fyrir hönd SAVÍST,

Hlynur Páll Pálsson, formaður

Aðilar að SAVÍST eru:

Íslenska Óperan, Íslenski dansflokkurinn, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Borgarleikhúsið, Menningarfélag Akureyrar, Þjóðleikhúsið og RÚV.

Stuart Skelton og Bjarni Frímann
5. november 2020

Online concert: Stuart Skelton and Bjarni Frímann

Stuart Skelton tenor and Bjarni Frímann Bjarnason Music Director of the Icelandic Opera will perform an online concert on November 7th at 4 pm in Norðurljós, Harpa Concert Hall. Stuart …
Brothers
2. june 2020

Brothers on OperaVision until June 12th 2020

The Opera Brothers is available on OperaVision until June 12th 2020.www.operavision.eu