Sigríður Ósk Kristjánsdóttir

Mezzosoprano

Sigríður Ósk Kristjánsdóttir

Sigríður Ósk Kristjánsdóttir nam óperusöng við óperudeildina í Royal College of Music í London og hlaut Artist Diploma 2008 og meistaragráðu í tónlist 2009, en hafði áður lokið píanókennaraprófi og 8. stigi í söng frá Tónlistarskólanum í Reykjavík þar sem söngkennari hennar var Rut Magnússon, en núverandi kennari Sigríðar er Russell Smythe.  Sigríður hefur sungið óperuhlutverk með The Classical Opera Company, British Youth Opera, English Touring Opera, Glyndebourne Festival Opera, Iford Festival Opera og með Benjamin Britten óperuskólanum, og söng með Glyndebourne-óperukórnum sumarið 2008.

Hún hefur sungið í beinni útsendingu fyrir BBC 3 í England og fyrir RÚV. Óperuhlutverk Sigríðar eru Tisbe, Arbate, Óli Lokbrá, Arcane, Mother Goose, Önnur dama, Cherubino, Octavia, Filipyevna, Kötturinn og Íkorninn og Fyrsta norn.  Hún hefu sungið ýmsar óratoríur,  m.a  Magnificat eftir Vivaldi, Jóhannesarpassíuna eftir Bach, Requiem eftir Fauré, Requiem og Coronation Mass eftir Mozart, Mass in Time of War eftir Haydn, Mass in C og Missa Solemnis Beethoven, Petite Messe Solennelle eftir Rossini og Messías eftir Handel, og var einsöngvari í 4. sinfóníu Mahlers í Royal College of Music. Hún söng inn á diskinn Engel Lund Book of Folk Songs sem gefinn var út af Nimbus Records. Hún kemur reglulega fram á ljóðatónlekum bæði  á Íslandi og erlendis. Nýverið flutti Sigríður Arianna á Naxos eftir Haydn í Kings Place í London við undirleik Gary Cooper og kom fram á tónleikum í Cadogan Hall í London ásamt Dame Emma Kirkby sem var útvarpað á Classic FM í Bretlandi. Sigríður söng hlutverk þriðju dömu í Töfraflautunni, fyrstu óperusýningu Íslensku óperunnar í Hörpu, haustið 2011.

Icelandic opera credits