Hulda Björk Garðarsdóttir

Hulda Björk Garðarsdóttir

Hulda Björk Garðarsdóttir er fædd á Akureyri. Eftir nám sitt við Tónlistarskólann í Eyjarfirði og Söngskólann í Reykjavík, nam hún við Hochschule der Künste í Berlín og Royal Academy í London þaðan sem hún lauk einsöngvaraprófi. Hún hefur sungið burðarhlutverk við Norsku óperuna í Osló, Malmö óperuna í Svíþjóð, Garsington Opera í Englandi og við Íslensku óperuna þar sem hún var fastráðin um tíma. Helstu óperuhlutverk hennar eru m.a Governess í Tökin hert, Violetta í La Traviata, Micaela í Carmen, Susanna í Brúðkaupi Fígarós, Jenufa í samnefndri óperu Janacek, Una í Hel eftir Sigurð Sævarsson, Fiordiligi í Cosi fan Tutte og Anne Trulove í The Rake´s Progress.

Fyrir það hlutverk hlaut hún tilnefningu til Grímuverðlaunanna árið 2007. Hulda Björk hefur jafnframt sungið í óratoríum hér heima og víðsvegar um Evrópu, svo sem í Mozart Requiem, Brahms Requiem, Messías eftir Händel og Elía eftir Mendelssohn. Þá hefur hún komið fram ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands á ýmsum tónleikum þeirra, og verður hún einsöngvari á Vínartónleikum hljómsveitarinnar í janúar næstkomandi. Hulda Björk söng hlutverk Mimìar í La Bohème hjá Íslensku óperunni síðastliðið vor.

Roles

 • Il Trovatore (2012)
  Leonora
 • La Bohème (2012)
  Mimi
 • The Magic Flute (2011)
  1st lady
 • La traviata (2008)
  Violetta Valéry
 • The Rake's Progress (2007)
  Anne Trulove
 • The Turn of the Screw (2005)
  Governess
 • Sweeney Todd (2004)
  Johanna
 • Le nozze di Figaro (2004)
  Susanna
 • Macbeth (2003)
  Hirðmær lafði Macbeth