Harpa Ósk Björnsdóttir

soprano

Harpa Ósk Björnsdóttir

Harpa Ósk Björnsdóttir sópran er fædd 1994 í Kópavogi. Hún hóf að læra á píanó fjögurra ára hjá Kristni Erni Kristinssyni og hóf söngnám 15 ára gömul hjá Þóru Björnsdóttur. Haustið 2012 hóf Harpa nám við Söngskólann í Reykjavík hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur og lauk 8. stigsprófi í söng frá skólanum vorið 2018. Í haust mun Harpa hefja nám við Tónlistarháskólann í Leipzig undir leiðsögn Prof. Caroline Stein, en síðasliðið ár hefur Harpa stundað nám á bakkalárstigi við Listaháskóla Íslands undir leiðsögn Ólafar Kolbrúnar, Hönnu Dóru Sturludóttur, Kristins Sigmundssonar og Þóru Einarsdóttur. Kórar hafa leikið stórt hlutverk í lífi Hörpu og syngur hún í Graduale Nobili undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar. Harpa var valin einn fjögurra sigurvegara í keppninni Ungir einleikarar 2019 og kom fram á samnefndum tónleikum í Eldborg í Hörpu í janúar síðastliðnum. Í sama mánuði sigraði hún framhaldsflokk og áhorfendakosningu Vox Domini, ásamt því að hljóta titilinn ,,Rödd ársins 2019”. Harpa söng hlutverk Næturdrottningarinnar í uppfærslu nemendaóperu Söngskólans á Töfraflautunni í Hörpu vorið 2017 og söng fyrir rödd aðalpersónu kvikmyndarinnar Þrestir. Hún hefur tekið þátt í meistaranámskeiðum, m.a. í Þýskalandi, Frakklandi og Austurríki og komið fram á tónleikum í Frakklandi og Grænlandi. Samhliða tónlistarnámi hefur Harpa stundað nám við rafmagnsverkfræðideild Háskóla Íslands og útskrifaðist hún með B.Sc. gráðu frá deildinni í febrúar 2019.

Icelandic opera credits