Bergþór Pálsson

Bergþór Pálsson

Bergþór Pálsson lauk B.M. og mastersgráðu frá Indiana University og leiklistarnámi frá Drama Studio London. Meðal óperuhlutverka hans má nefna titilhlutverkið í Évgéní Ónégín eftir Tsjækofskí, titilhlutverkið í Don Giovanni, Almaviva greifa í Brúðkaupi Fígarós, Papagenó í Töfraflautunni og Don Alfonso í Così fan tutte eftir Mozart, Malatesta í Don Pasquale, Enrico í Lucìa di Lammermoor og Dulcamara í Ástardrykknum eftir Donizetti, Germont í La traviata eftir Verdi, Sharpless í Madama Butterfly, Marcello í La Bohème eftir Puccini og Dandini í Öskubusku eftir Rossini. Bergþór hefur haldið fjölda einsöngstónleika, sungið einsöng með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveit Reykjavíkur svo og einsöng í mörgum kórverkum, t.d. í Messíasi Händels, Mattheusarpassíu, Jóhannesarpassíu og Jólaóratóríu Bachs, Sköpuninni og Árstíðunum eftir Haydn, Sálumessu Mozarts og Elía eftir Mendelssohn.


Roles

 • Tosca (2017)
  Sagrestano
 • Ragnheiður (2014)
  Rev. Hallgrímur Pétursson
 • La Bohème (2012)
  Benoît / Alcindoro
 • Rigoletto (2010)
  Monterone
 • Ariadne auf Naxos (2007)
  The music master
 • La Cenerentola (2006)
  Dandini
 • Tosca (2005)
  Angelotti
 • Le nozze di Figaro (2004)
  Count Almaviva
 • La Bohème (2001)
  Marcello
 • Die Fledermaus (1999)
  Gabríel von Eisenstein