Alina Dubik

Alina Dubik

Alina Dubik útskrifaðist frá Tónlistarháskólanum í Gdansk í Póllandi 1985 með hæstu einkunn eftir að hafa stundað þar nám hjá prófessor Barböru Iglikowsku. Samhliða námi söng hún við Óperuna í Kraká. Alina hefur komið fram sem einsöngvari í Þýskalandi, Luxemburg, Ítaliu og Sviss, m.a. í Xerxes eftir Händel, Carmen eftir Bizet og Orfeus og Evridís eftir Gluck.

Hér á landi hefur hún m.a. sungið einsöng með Sinfóníuhljómsveit Íslands í óperuuppfærslunni á Otello eftir Verdi, Requiem eftir Mozart, Messías eftir Händel, Elía eftir Mendelssohn, 9. sinfóníu Beethovens og í Kindertotenlieder eftir Mahler. Þá fór hún með hlutverk þriðju dömu í uppfærslu Íslensku óperunnar á Töfraflautunni 1991 og mömmu Luciu í Cavalleria Rusticana árið 2008, og fékk hún tilnefningu til Grímunnar fyrir hlutverkið sama ár.

Alina hefur haldið fjölda einleiks- og kammertónleika hér á landi og gert hljóðritanir fyrir Ríkisútvarpið og pólska útvarpið. Árið 2012 fór Alina með hlutverk Azucenu í óperunni Il Trovatore eftir Verdi og hlaut tilnefningu fyrir hlutverk sitt til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Árið 2013 hlaut hún síðan Grímuna sem Söngvari ársins. Hún starfar nú sem söngkennari við Nýja tónlistarskólann og Tónlistarskólann í Reykjavík.

Roles

  • Eugene Onegin (2016)
    Filippíevna
  • Il Trovatore (2012)
    Azucena
  • Cavalleria Rusticana / Pagliacci (2008)
    Mamma Lucia (CR)