Ágúst Ólafsson

Baritón

Ágúst Ólafsson

Ágúst Ólafsson stundaði nám við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar hjá Eiði Á. Gunnarssyni og síðan við Síbelíusar-akademíuna hjá Jorma Hynninen og Sauli Tiilikainen. Hlutverk Ágústs hjá Íslensku óperunni eru fjöldamörg, þar á meðal Papageno í Töfraflautunni í fyrstu uppfærslu Íslensku óperunnar í Hörpu, Marcello í La Bohème, titilhlutverkið í Sweeney Todd, Skugginn í The Rake‘s Progress, Harlekin í Ariadne á Naxos, Douphol barón í La traviata, Belcore í Ástardrykknum og Marullo í Rigoletto, auk þess sem hann var einn söngvaranna í sýningunni Perluportið vorið 2011 og í Óperuperlum árin 2007 og 2009.

Í maí 2009 fór hann með hlutverk Álfs í frumflutningi óperunnar Hel eftir Sigurð Sævarsson. Ágúst hlaut Grímuna árið 2010 fyrir hlutverk sitt í Ástardrykknum í Íslensku óperunni haustið 2009. Hann hefur þrisvar verið tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna og hlaut árið 2011 Íslensku tónlistarverðlaunin sem Flytjandi ársins ásamt Gerrit Schuil fyrir flutning sinn á ljóðaflokkum Schuberts á Listahátíð í Reykjavík 2010. Hann söng hlutverk Dancaïre í Carmen hjá Íslensku óperunni haustið 2013.

Icelandic opera credits