Antonía Hevesi

Antonía Hevesi

Antonía Hevesi er fædd í Ungverjalandi og útskrifaðist úr F. Liszt-tónlistarakademíunni í Búdapest með M.A.-gráðu í kórstjórn og sem framhaldsskólakennari í söng og hljómfræði.  Frá árinu 1990 stundaði hún orgelnám við Tónlistarháskólann í Graz hjá Otto Bruckner. Antonía fluttist til Íslands árið 1992. Hún hefur haldið fjölda tónleika sem orgelleikari og píanómeðleikari víðsvegar um Evrópu og í Kanada. Hún hefur tekið þátt í meistaranámskeiðum, í píanóundirleik hjá Dalton Baldwin og í söng hjá Lorraine Nubar og Oliveru Miljakovic og spilað inn á geisladiska. Frá því í ágúst 2002 hefur Antonía verið listrænn stjórnandi og píanóleikari hádegistónleikaraðar Hafnarborgar. Antonía starfar nú sem orgel- og píanómeðleikari á Íslandi og æfingapíanisti við Íslensku óperuna. Þar hefur  hún tekið þátt í uppsetningum m.a. á Brúðkaupi Fígarós, Brottnáminu úr kvennabúrinu, Öskubusku, Toscu, Cavalleria rusticana, The Rake’s Progress, Ariadne auf Naxos, Skuggaleik eftir Karolínu Eríksdóttur, La traviata, Cosí fan tutte og Cavalleria Rusticana og Pagliacci.

Other

  • The Magic Flute (2011)
    Répétiteur