Pagliacci
Íslenska óperan opnar gullkistuna og sýnir upptökur af fyrri uppfærslum. Fyrsta uppfærslan sem við sýnum er óperan Pagliacci eftir Leoncavallo í uppfærslu Íslensku óperunnar í Gamla bíói árið 1990. Í aðalhlutverkum eru Garðar Cortes sem Canio, Ólöf Kolbrún Harðardóttir sem Nedda, Keith Reed sem Tonio, Simon Keenlyside sem Silvio og Sigurður Björnsson sem Harlequin. Leikstjóri er Basil Coleman og hljómsveitarstjóri David Angus. Upptakan var gerð þann 23. febrúar 1990 í Gamla bíói.
Horfa núna

Á döfinni

Kúnstpása: Unnsteinn
Kúnstpása12. may at 12:15

Unnsteinn Árnason and Hrönn Þráinsdóttir

Nánar