Óperukynning Vinafélagsins í Hörpuhorni - Guðni Tómasson

Hvar Hörpuhorn   Hvenær 28. október 2017 kl. 19:00
GUðni Tómasson

Vinafélag Íslensku óperunnar býður óperugestum upp á kynningu á undan sýningum kl.19.00 í Hörpuhorni og eru allir hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Umsjónarmaður kynningar að þessu sinni er Guðni Tómasson dagskrárgerðarmaður en hann mun leiða gesti í allan sannleik um verkið, tilurð þess og jafnvel gefa tóndæmi.

Smurstöðin býður upp á ljúffengar veitingar á góðu verði sem hægt er að njóta meðan á kynningu stendur. 

Við hvetjum alla óperugesti að láta þessa kynningu ekki framhjá sér fara!