Óperan Hamlet in Absentia eftir Huga Guðmundsson

Hvar Norðurljós   Hvenær 14. maí 2017 kl. 15:00
Hamlet in Absentia

Óperan Hamlet in Absentia eftir Huga Guðmundsson verður sýnd á stóru bíótjaldi í Norðurljósal Hörpu þann 14.maí næstkomandi auk þess sem að aðstandendur sýningarinnar, þau Hugi Guðmundsson, Jakob Weis höfundur textans og óperustjóri NordicOpera Merete Sveistrup.

Hamlet in AbsentiaTónlist: Hugi Gudmundsson
Texti: Jakob Weis

Heimsfrumsýning á fyrstu norrænu Hamlet óperu sem samin hefur verið fór fram í kastala Hamlets í Kronborg í ágúst árið 2016 og hlaut afar góðar viðtöku.

Verkið Hamlet in Absentia er  bæði grótesk en jafnframt húmorískt túlkun á Hamlet Shakespears.

Allir tala um að Ófelía sé sturluð. Hún getur ekki lengur talað en er byrjuð að syngja. Hún fer til meðferðaraðila til þess að fá greiningu á ástandi sínu. Í sameiningu leysa þau úr læðingi innri djöfla Ófelíu. Ástmögur hennar, Hamlet hefur drepið Polonius og bróðir Ófelíu Laertes leitar hefnda. Á sama tíma eru Kládíus og Geirþrúður í sambandsmeðferð þar sem ásakanir fljúga í allar áttir. Geirþrúður elskar son sinn Hamlet meira en allt, en hann er þyrnir í augum Kládíusar. Meðan allir eru í tilvistarkreppulegum vandræðum þá er maðurinn sem er rót þeirra allra, Hamlet, áberandi með fjarveru sinni.

Óperan er flutt af átta norrænum óperusöngvurum og það er Athelas Sinfonietta Copenhagen sem leikur undir stjórn Jakobs Hultbergs. Tónlistin er eftir hið hæfileikaríka íslenska tónskáld Huga Guðmundsson og er hún bæði lírísk og dramatísk túlkun á texta Jakobs Weiss.

Uppfærslan var sett upp af NordicOpera og er leikstjóri uppfærslunnar Åsa Melldahl sem er einn fremsti óperuleikstjóri Svía. Hönnuður uppfærslunnar er Marie í Dali sem er mikilsmetinn hönnuður í Danmörku og hefur hannað fyrir óperur, leikhús og kvikmyndir.

Söngvarar:

ÓFELIA: Sibylle Glosted, sópran DK

THERAPIST: Martin Vanberg, tenór SE

CLAUDIUS: Johannes Mannov, baritón DK

GERTRUD: Isabel Piganiol, sópranDK/SE

POLONIUS. Jakob Zethner, bassi DK

ROSENKRANTZ: Mathias Hedegaard, tenór DK

GYLDENSTEIN: Christian Damsgaard, tenór DK

LEARTES: Sebastian Duran, baritón SE

Sýningin er u.þ.b. 90 mínútna löng og er sungið á dönsku en myndin er textuð á ensku.

Miðasala hefst fljótlega.