Kúnstpása: Ítalskt hádegi með Kristjáni Jóhannsyni og Bjarna Frímanni

Hvar Norðurljós   Hvenær 10. apríl 2018 kl. 12:15
Kristján Jóhannsson

Kristján Jóhannsson tenórsöngvari hefur átt glæstan feril sem söngvari og sungið í helstu óperuhúsum heims. Á síðasta ári söng hann hlutverkið Cavaradossi í óperunni Tosca hér hjá Íslensku óperunni og fyrir túlkun sína á málaranum er Kristján nú tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2018 sem söngvari ársins.

Á Kúnstpásu Íslensku óperunnar mun Kristján flytja ítalskar perlur ásamt Bjarna Frímanni Bjarnasyni sem leikur með honum á píanó. Bjarni Frímann er einnig tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna í ár sem tónlistarflytjandi ársins. Bjarni Frímann var hljómsveitarstjóri í uppfærslu Íslensku óperunnar á Toscu í október 2017.

Við bjóðum ykkur velkomin á Ítalskt hádegi með Kristjáni og Bjarna Frímanni. Enginn aðgangseyrir er á tónleikana og allir hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir.