Hans og Gréta

eftir Engelbert Humperdinck
Frumsýning 25. nóvember 2018

Um sýninguna

Tónskáld Engelbert Humperdinck   Líbrettó Adelheid Wette   Þættir 3   Lengd 100 mínútur   Hlé 1

Ævintýraóperan Hans og Gréta eftir Engilbert Humperdinck er byggð á hinu klassíska ævintýri Grimmsbræðra og er nokkurskonar spennusaga um systkinin Hans og Grétu sem búa í skóginum ásamt foreldrum sínum og lenda í klónum á vondu norninni en tekst að komast undan við illan leik.

Tónskáldið samdi óperuna við leiktexta systur sinnar, Adelheid Wette, og upphaflega átti verkið að vera fyrir börnin í fjölskyldunni - en þau áttu að flytja það innan veggja heimilisins. Að endingu varð úr heil ópera sem var frumýnd í Weimar í desember árið 1893 og var það sjálfur Richard Strauss sem stjórnaði uppfærslunni. Síðan þá hefur óperan Hans og Gréta iðulega verið sýnd í aðdraganda jólanna.

Tónlistarstjórn uppfærslunnar er í höndum Bjarna Frímanns Bjarnasonar sem er tónlistarstjóri Íslensku óperunnar.

Þórunn Sigþórsdóttir leikstýrir uppfærslunni, Eva Signý Berger hannar leikmynd, um búningahönnun sér María Th. Ólafsdóttir. Ljósahönnuður er Jóhann Friðrik Ágústsson.

Flytjendur:

Hans – Arnheiður Eiríksdóttir

Gréta – Jóna Kolbrúnardóttir

Móðirin (Geirþrúður) – Hildigunnur Einarsdóttir

Faðirinn (Pétur) – Oddur A. Jónsson

Nornin – Dóra Steinunn Ármannsdóttir

Óli Lokbrá – Kristín Mantyla

Gradualekór Langholtskirkju

Hljómsveit Íslensku óperunnar