Brothers

eftir Daníel Bjarnason
Frumsýning 9. júní 2018

Um sýninguna

Tónskáld Daníel Bjarnason   Líbrettó Kerstin Perski   Hlé

Íslenska óperan mun sýna óperuna Brothers eftir Daníel Bjarnason í samstarfi við Den Jyske Opera og Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpu á Listahátíð í Reykjavík í júní 2018.

Verkið sem fjallar um stríð, bræðralag og ástir, er byggt á samnefndri kvikmynd eftir Susanne Bier sem margir þekkja og librettóið er eftir Kerstin Perski.

Óperan, sem er fyrsta ópera tónskáldsins, var frumsýnd 16. ágúst 2017 í Musikhuset í Árósum og hlaut frábærar viðtökur áheyrenda og einróma lof gagnrýnenda. Leikstjóri uppfærslunnar er Kasper Holten sem lét nýverið af störfum sem óperustjóri Covent Garden.  Um er að ræða sömu uppfærslu en flytjendur í Eldborg verða flestir íslenskir.

„Það er vel við hæfi að á 100 ára fullveldisafmæli Íslands sé sett upp glæsilegt íslenskt/ danskt samstarfsverkefni sem þetta, enda stór viðburður í okkar tónlistarsögu. Þarna er um magnað verk og stórbrotna uppfærslu að ræða sem verður virkilega spennandi að geta boðið Íslenskum áhorfendum að njóta næsta vor“ segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri Íslensku óperunnar.

Myndbönd

Hlutverk

Sarah
Marie Arnet
Jamie, bróðir Michaels
Elmar Gilbertsson
Anna eiginkona Peters
Þóra Einarsdóttir
Peter
James Laing
Hershöfðinginn
Oddur Arnþór Jónsson

Listrænir stjórnendur

Leikstjóri
Kasper Holten