Syngur hlutverk Cavaradossi í 400. skipti á lokasýningunni

14. nóvember 2017 | Fréttir og tilkynningar

Kristján Jóhannsson

Næstkomandi laugardag sýnir Íslenska óperan óperu Puccinis Toscu í síðasta sinn, en uppfærslan hefur hlotið geysilega góðar viðtökur og hefur verið fullt út úr dyrum á öllum sýningum. 

Þessi sýning er jafnframt sú sýning þar sem Kristján Jóhannsson tenórsöngvari syngur hlutverk málarans Cavaradossi í 400. skipti.

Hlutverkið hefur hann sungið víða m.a. í Vínaróperunni, á Metropolitan og hjá Chicago Lyric óperunni.  

Nær uppselt er á sýninguna en ennþá er hægt að fá miða á 3.svölum á góðu verði:  www.opera.is.