Stjörnum prýdd sýning á Toscu í haust - miðasala hafin: 20% lægra miðaverð til 3.apríl n.k.!

17. mars 2017 | Fréttir og tilkynningar

Tosca kassi

Íslenska óperan frumsýnir óperuna TOSCA þann 21.október næstkomandi. Sýningin verður stjörnum prýdd en það er tenórinn

Kristján Jóhannsson fer með eitt aðalhlutverkanna, hlutverk málarans Cavaradossi. Kristján hefur sungið þetta hlutverk á fjórða hundrað sinnum í helstu óperuhúsum heims  þar sem hann fékk frábæra dóma fyrir söng og túlkun.  Það er mikill heiður fyrir Íslensku óperuna að fá reyndasta söngvara okkar Íslendinga til þess að fara með hlutverkið.

Með hlutverk Toscu fer mjög eftirsótt bresk söngkona, Claire Rutter sem  á mjög farsælan feril að baki og hefur sungið hlutverkið í óperuhúsum víða um heim og hefur hlotið mikið lof fyrir söng sinn.

Með hlutverk illmennisins Scarpia  fer baritónsöngvarinn Ólafur Kjartan Sigurðarson. Það er mikill fengur að fá Ólaf til landsins í uppfærsluna en hann er bókaður í óperuhúsum víða um heim.

Með önnur hlutverk fara meðal annars Ágúst Ólafsson sem Angelotti, Bergþór Pálsson sem Il Sagrestano, Þorsteinn Freyr Sigurðsson sem Spoletta og Fjölnir Ólafsson sem Sciarrone.

Kór og hljómsveit Íslensku óperunnar.

 

Listrænir stjórnendur:

Hljómsveitarstjóri: Bjarni Frímann Bjarnason

Leikstjóri: Greg Eldridge

Leikmyndahönnuður: Alyson Cummins

Búningahönnuður: Natalia Stewart

Ljósahönnuður: Warren Letten

Sviðshreyfingar: Jo Meredith

Miðasala er hafin og við bjóðum þeim sem kaupa fyrir 3.apríl næstkomandi miðana á 20% lægra verði -  gildir það á allar sýningar nema frumsýninguna. Tryggið ykkur miða á www.opera.is

Tríó