Sigurbjartur Sturla Atlason syngur í uppfærslunni á Tosca

11. október 2017 | Fréttir og tilkynningar

Sigurbjartur Sturla

Leikarinn og tónlistarmaðurinn Sigurbjartur Sturla Atlason syngur hlutverk smala í Toscu en hann syngur aríuna Io de sospiri te ne rimanno tanti.

Þetta er í annað sinn sem Sigurbjartur stígur á svið hjá Íslensku óperunni, en hann lék þögult hlutverk í Évgení Onegin eftir Tchaikovskí árið 2016.

Það er okkur mikið gleðiefni að fá einn vinsælasta popptónlistarmann landsins til liðs við Íslensku óperuna.