Garðar Cortes hlaut heiðursverðlaun Grímunnar 2017

19. júní 2017 | Fréttir og tilkynningar

Garðar Cortes

Garðar Cortes – „guðfaðir íslenskrar óperu“– hlýtur heiðursverðlaun Grímunnar í ár. „Framlag þessa listamanns til íslenskrar sviðslista og tónlistar er ómetanlegt,“ sagði í kynningu verðlaunanna.

Hann þakkaði vinum og vandamönnum í ræðu sinni, „sem hafa gagnrýnt, hælt og hundsað en mest af öllu hvatt mig til dáða – stappað í mig stálinu. Það er samnefnari þeirra sem með mér rifu af stað þetta ævintýri sem varð að og er Íslenska óperan. Það er þess vegna sem ég stend hér stoltur og tek við þessari viðurkenningu með þökkum.“

Garðar Cortes stofnaði Íslensku óperuna 1978, með það að markmiði að gefa söngvurum tækifæri til að vinna að list sinni og gera óperulistformið aðgengilegt íslenskum áhorfendum. 

Mynd með færslu

 Mynd: RÚV

Hann starfaði sem óperustjóri í 20 ár, frá 1979 til 1999. Hann stofnaði einnig Söngskólann í Reykjavík og hefur verið skólastjóri hans frá upphafi. Hann hefur starfað áratugum saman sem óperusöngvari, kennari, kórstjóri og hljómsveitarstjóri og komið fram bæði innanlands sem utan.

Fréttin  er tekin af vef Ríkisútvarpsins: http://www.ruv.is/frett/gardar-cortes-fekk-heidursverdlaun-grimunnar