Evrópskir óperudagar 5-14.maí 2017

28. apríl 2017 | Fréttir og tilkynningar

Ragnheiður

Íslenska óperan tekur virkan þátt í Evrópskum óperudögum í ár með þrenns konar hætti en fyrst er að nefna að frá  5.-14.maí verður óperan Ragnheiður sýnd á Operaplatform http://www.theoperaplatform.eu/en/partner/icelandic-opera og verður því aðgengileg öllu óperuáhugafólki. Það er mikill heiður að fá að sýna uppfærsluna á þessum vettvangi.

Laugardaginn 6.maí kl.11-13 verður líf og fjör hjá Íslensku óperunni þegar HVER ERTU ÓPERA?- fræðslustarf Íslensku óperunnar býður börnum á aldrinum 9-12 ára að koma í hár og smink og upplifa hvernig það er að fara í gerfi áður en stigið er á svið. Áhugasömum er bent á að skrá sig á opera@opera.is og fá þá nánari upplýsingar um hvar tekið verður á móti hópnum.

Sunnudaginn 14.maí kl.15.00 verður síðan sýnd upptaka af glænýrri ópera - Hamlet in Absentia - eftir íslenska tónskáldið Huga Guðmundsson, en sýningin verður sýnd á stórum skjá í Norðurljósasal Hörpu  og strax á eftir verður samtal við tónskáldið Huga og librettistann Jacob Weis, en þeir hlutu báðir tilnefningu til dönsku Reumert verðlaunanna í Danmörku. Óperan var jafnframt kjörin tónverk ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum 2016. Miða á viðburðinn er hægt að nálgast hér: https://www.harpa.is/dagskra/vidburdur/thrjubio-islensku-operunnar-hamlet-in-absentia/
Operadays-lógó