Dísella Lárusdóttir og Bjarni Frímann með tónleika 7.nóvember kl.12.15

3. nóvember 2017 | Fréttir og tilkynningar

Kúnstpása Dísella

Þriðjudaginn 7.nóvember koma þau fram á Kúnstpásu Dísella Lárusdóttir sópransöngkona og Bjarni Frímann Bjarnason hljómsveitarstjóri og píanóleikari. Þau flytja fallegt prógramm með verkum eftir Brahms, Massenet, Wolf og Tchaikovsky.

Tónleikarnir hefjast kl.12.15 í Norðurljósum og standa í um 30 mínútur. Allir eru hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir.